Ungbarnasund Erlu

Fréttir & Fróðleikur

Gleðistundir – úthlutun fyrir árið 2019

Sett inn 23 des 2019 undir Á forsíðu, Fréttir

Ungbarnasund Erlu óskar öllum gleðilegra jóla og þakkar kærlega þeim sem hjálpuðu Gleðistundum að gleðja í ár. Gleðistundir er styrktarsjóður Ungbarnasunds Erlu. Hlutverk sjóðsins er að styðja við eða styrkja málefni sem tengjast börnum. Sjóðurinn var stofnaður í janúar 2011 af Erlu og Jónasi eiginmanni hennar. Megin uppspretta þess fjármagns sem rennur í sjóðinn eru […]

Meira

Gleðilegt nýtt ár

Sett inn 31 des 2018 undir Á forsíðu, Featured, Fréttir

Gleðilega hátíð kæru vinir, Okkur hjónum er velferð barna sérlega hugleikin og þá sérstaklega þeirra barna sem heyja baráttu við erfiða sjúkdóma. Við vitum að peningar einir og sér lækna engin mein en þeir geta oft létt undir þar sem að það er oft kostnaðarsamt að leita lækninga auk þess sem tekjutap foreldra virðist einnig […]

Meira

Gleðilega hátið

Sett inn 29 des 2017 undir Á forsíðu, Fréttir

Gleðilega hátið kæru fylgjendur Ungbarnasunds Erlu. Á hverju ári styrkir Gleðistundir, styrktarsjóður Ungbarnasunds Erlu málefni sem tengist börnum og það er okkur sannur heiður að tilkynna að í ár, 2017, úthlutum við 150.000 kr til Styrktarsjóðs krabbameinsjúkra barna á Íslandi. http://www.skb.is/is/um-skb. Gleðistundir er styrktarsjóður Ungbarnasunds Erlu. Sjóðurinn var stofnaður í janúar 2011 af Erlu og […]

Meira

Breytt verðskrá fyrir 2016.

Sett inn 31 ágú 2016 undir Fréttir

Frá og með 1.ágúst 2016 kosta öll námskeið og gjafabréf hjá Ungbarnasundi Erlu 12900.  

Meira

Þetta er ný frétt

Sett inn 06 mar 2015 undir Featured, Fréttir, Óflokkað

Þetta er frétt sem er æsispennandi

Meira

Leiðarljós

Sett inn 13 feb 2015 undir Á forsíðu, Featured, Fréttir

Í vikunni fór Ungbarnasund Erlu og heimsótti Leiðarljós, stuðningsmiðstöð fyrir fjölskyldur barna með sjaldgæfa og alvarlega langvinna sjúkdóma sem rekin er af sjálfseignarfélaginu Nótt og Dagur. Stuðningsmiðstöðin er ný nálgun við alvarlega langveik börn og fjölskyldur þeirra. Miðstöðin veitir heilbrigðis-og félagsþjónustu út frá einum vísum stað og hefur það hlutverk að skipuleggja og samræma þjónustu við […]

Meira

Gleðistundir- úthlutun fyrir árið 2013

Sett inn 06 jan 2014 undir Á forsíðu, Fréttir

Okkur er sönn ánægja að veita Vökudeild þriðju úthlutun úr styrktarsjóðinum Gleðistundum. Eins og undanfarin ár er styrkurinn 100.000kr og er ætlaður til að styðja við málefni sem tengjast ungum börnum. Gleðistundir er styrktarsjóður Ungbarnasunds Erlu og Stundir.is. Hlutverk sjóðsins er að styðja við eða styrkja góð málefni sem tengjast börnum. Sjóðurinn var stofnaður í […]

Meira

Vetrarnámskeið 2 hefst í janúar

Sett inn 14 des 2013 undir Á forsíðu, Fréttir

Vetrarnámskeið 2 hefst 7. og 11.janúar 2014. Nú þegar er orðið fullt á byrjendanámskeið en hægt er að skrá sig á biðlista eða á Vornámskeið sem hefst í mars. Skráning fer fram með því að fylla út umsókn hér á síðunni. Fyrir þá sem hafa verið á byrjendanámskeiði hjá Ungbarnasundi Erlu og vilja skrá sig […]

Meira

Gestabók-Nýtt á heimasíðunni

Sett inn 14 okt 2013 undir Fréttir, Óflokkað

Okkur þykir fátt skemmtilegra en að fá kveðju í nýju Gestabókina okkar. https://ungbarnasunderlu.is/gestabok

Meira

Gjafabréf

Sett inn 07 okt 2013 undir Fréttir, Óflokkað

Vantar þig sængurgjöf, skírnargjöf eða afmælisgjöf? Gefðu glæsilegt gjafabréf á námskeið hjá Ungbarnasundi Erlu. Gjafabréfin kosta 11500kr og gilda á byrjenda, framhalds- og Fjörkálfanámskeið. Gjafabréfin gilda fyrir barnið á námskeið en foreldrar þurfa þess utan að greiða sig ofan í laugina eins og á öllum námskeiðum í Suðurbæjarlaug. Hægt er að kaupa sundmiða í afgreiðslunni.

Meira

Haust- og vetrarnámskeið

Sett inn 27 ágú 2013 undir Fréttir

Þann 20.ágúst hófst 8 vikna haustnámskeið en því lýkur um miðjan október. Það er enn er mögulegt að skrá sig á biðlista ef einhver forfallast á meðan á námskeiði stendur. Skráning er hafin á næstu námskeið, en hún fer fram með því að fylla út umsókn hér á síðunni. Vetrarnámskeið 1 hefst upp úr miðjum október […]

Meira

Velkomin á nýja heimasíðu Ungbarnasunds Erlu

Sett inn 21 ágú 2013 undir Fréttir

Kæru lesendur. Það er mér sönn ánægja að tilkynna ykkur að Ungbarnasund Eru hefur tekið í gagnið nýja og glæsilega síðu sem mun auðvelda aðgengi að upplýsingum til muna. Hér má meðal annars finna myndasöfn, umsókn um pláss á námskeið, nýjustu fréttir og fróðleik, tímatöflu og upplýsingar um námskeið.     Kveðja Erla

Meira

Hvenær er barnið orðið of gamalt til að fara í ungbarnasund.

Sett inn 17 ágú 2013 undir Fróðleikur

Aldrei! Eldri börn geta þurft aðeins lengri tíma til að aðlagast og venjast vatninu. Einnig getur tekið aðeins lengri tíma að læra að halda niðri í sér andanum í kafi. En þau eru fljót að ná jafningjum sínum ef þau mæta reglulega í sund og hafa gaman. Ungbarnasund Erlu býður upp á hópa frá 3 […]

Meira

Hverjir eru kostir, tilgangur og markmið ungbarnasunds?

Sett inn 17 ágú 2013 undir Fróðleikur

Ungbarnasund er svo miklu meira en að fara í sund saman. Smám saman getur þú kennt barninu þínu hvað það á að gera ef það fer óvænt í kaf. Það er að halda niðri í sér andanum, sparka sér upp á yfirborðið, fara aftur þangað sem það ,,datt” út í, grípa í bakkann og klifra […]

Meira

Afhverju geta ungbörn kafað?

Sett inn 17 ágú 2013 undir Fróðleikur

Börn fæðast með viðbrögð sem eru þeim ósjálfráð fyrstu mánuðina og jafnvel árin. Eitt hinna meðfæddu viðbragða er svo nefnt köfunarviðbragð. Þetta viðbragð sem er varnarviðbragð, lýsir sér meðal annars með því að þegar vatn kemur í snertingu við andlit og/eða öndunarfæri barns lokast þau (öndunarfærin). Köfun er því undirstöðuæfing á námskeiðinu. Við endurteknar köfunaræfingar […]

Meira