Ungbarnasund Erlu

Breytingar vegna Covid-19

Sett inn 12 des 2020 undir Óflokkað

AFHVERJU BREYTTAR TÍMASETNINGAR?!
Upplýsingar til allra sem skráðu sig á námskeið í ágúst og nóvember 2020.

Komið þið sæl, mig langar aðeins að útskýra betur skráninguna á námskeiðið sem er að hefjast á morgun og næsta þriðjudag.
Í lok ágúst átti að hefjast námskeið, flestir þáttakendur voru búnir að greiða fyrir námskeiðið en svo frestaðist það vegna covid. Það leið og beið og annað námskeið átti að hefjast í nóvember en enn voru sundlaugar lokaðar. Eins og allir vita var svo ákveðið að opna sundlaugar í vikunni okkur öllum til ómældrar ánægju.

Til þess að geta haldið sundnámskeið þarf að virða allar reglur eins og 10 manna hámark og 2 metra reglu. Því þurfti ég að fækka í hverjum hóp og um leið fjölga hópum. Hóparnir á sunnudögum eru því orðnir 6 í stað 5 og til þess að koma sem flestum að bætti ég við 5 hópum/tímum á þriðjudögum líka.

Ég sendi því fyrst póst á alla sem voru skráðir í ágúst, þegar þeir höfðu valið sér hóp/tíma þá sendi ég póst á þá sem skráðir voru í nóvember. Það er greinilegt að sunnudagar eru vinsæll tími því að þeir hópar fylltust strax en ennþá eru nokkur laus pláss á þriðjudögum ef einhverjir geta nýtt sér þá, byrjendur kl.15:20, 18:20 og 19:20 og framhald 1 kl.16:20.

Næstu námskeið hefjast svo í febrúar og verða byrjendahópar eingöngu á þriðjudögum. Mér þykir mjög leitt ef einhverjir sem höfðu skráð sig á sunnudögum í nóvember geti ekki nýtt sér nýju tímana en það gerði auðvitað enginn ráð fyrir því að þessi veira myndi hafa svona mikil og langvinn áhrif í þjóðfélaginu.

Ef þið hafið áhuga á því að koma á byrjendanámskeið núna í des-jan eða feb-mars þá fer skráning nú fram í gegnum sportabler.com/shop/ungbarnasunderlu