Ungbarnasund Erlu

Gleðistundir

Ungbarnasund Erlu - Logo

Gleðistundir – Styrktarsjóður

Gleðistundir er styrktarsjóður Ungbarnasunds Erlu. Hlutverk sjóðsins er að styðja við eða styrkja góð málefni sem tengjast börnum. Sjóðurinn var stofnaður í janúar 2011. Megin uppspretta þess fjármagns sem rennur í sjóðinn eru frá iðkendum Ungbarnasunds Erlu því að 250 kr af hverju námskeiðisgjaldi fara í hann.

Árið 2011 fékk Downsfélagið á Íslandi 100.000 kr og var styrkurinn ætlaður börnum á aldrinum 0-6 ára.

Árið 2012 fengu tvö félög úthlutað úr sjóðnum. Duchenne samtökin 50.000 kr og félag fyrir einhverf börn á Íslandi 50.000 kr.

Árið 2013 hlaut Vökudeild 100.000kr úthlutun úr sjóðnum til að bæta aðstöðu fyrir börn og foreldra sem þurfa að eyða miklum tíma þar.

Árið 2014 hlaut Leiðarljós úthlutun úr styrktarsjóðinum Gleðistundum en eins og undanfarin ár var styrkurinn 100.000kr. Auk þess söfnuðust með aðstoð iðkenda Ungbarnasunds Erlu 21.000kr krónur við sölu ár snuðum og fylgihlutum í desember og var því heildarstyrkurinn 121 þúsund krónur.

Árið 2015 styrktum við Umhyggju. Félag sem vinnur að bættum hag langveikra barna og fjölskyldna þeirra.

Árið 2017 veitum við Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna á Íslandi. http://www.skb.is/is/um-skb, 150.000kr styrk úr sjóðnum.

Árið 2018 styrkti Gleðistundir tvær fjölskyldur langveikra barna og eitt félag, Neistann um 50 þúsund krónur hvert, eða samtals 150 þúsund.

· Hin 7 mánaða Sandra Lind Birgisdóttir glímir við sjaldgæfan beinsjúkdóm sem veldur því að beinin stækka ekki eðlilega og brotna gjarnan. Hún þarf að fara í beinmergsskipti í Svíþjóð á næstunni og við tekur margra ára endurhæfing.

· Baldvin Týr og Baldur Ari eru 8 og 9 ára bræður sem eru með Duchenne sem er ólæknandi vöðvarýrnunarsjúkdómur. Þegar þeir voru litlir voru þeir í ungbarnasundi hjá Ungbarnasundi Erlu og höfum við fengið að fylgjast með þeim síðan. Þeir þurfa að ferðast mikið vegna rannsóknar sem þeir eru þátttakendur í og langar okkur að létta aðeins undir með þeim.

· Neistinn, styrktarfélag hjartveikra barna, var stofnað þann 9. maí 1995. Félagið heldur úti öflugu félagslífi, fjölskyldum hjartabarna til skemmtunar og stuðnings. Þá stendur Neistinn að baki Styrktarsjóði hjartveikra barna, sem styrkir hjartafjölskyldur fjárhagslega.

Sendu Ungbarnasundi Erlu endilega skilaboð ef þú veist af fjölskyldu sem Gleðistundir gæti stutt við bakið á, á þessu ári.