Ungbarnasund Erlu

Hvenær er barnið orðið of gamalt til að fara í ungbarnasund.

Sett inn 17 ágú 2013 undir Fróðleikur

Aldrei! Eldri börn geta þurft aðeins lengri tíma til að aðlagast og venjast vatninu. Einnig getur tekið aðeins lengri tíma að læra að halda niðri í sér andanum í kafi. En þau eru fljót að ná jafningjum sínum ef þau mæta reglulega í sund og hafa gaman. Ungbarnasund Erlu býður upp á hópa frá 3 […]

Meira

Hverjir eru kostir, tilgangur og markmið ungbarnasunds?

Sett inn 17 ágú 2013 undir Fróðleikur

Ungbarnasund er svo miklu meira en að fara í sund saman. Smám saman getur þú kennt barninu þínu hvað það á að gera ef það fer óvænt í kaf. Það er að halda niðri í sér andanum, sparka sér upp á yfirborðið, fara aftur þangað sem það ,,datt” út í, grípa í bakkann og klifra […]

Meira

Afhverju geta ungbörn kafað?

Sett inn 17 ágú 2013 undir Fróðleikur

Börn fæðast með viðbrögð sem eru þeim ósjálfráð fyrstu mánuðina og jafnvel árin. Eitt hinna meðfæddu viðbragða er svo nefnt köfunarviðbragð. Þetta viðbragð sem er varnarviðbragð, lýsir sér meðal annars með því að þegar vatn kemur í snertingu við andlit og/eða öndunarfæri barns lokast þau (öndunarfærin). Köfun er því undirstöðuæfing á námskeiðinu. Við endurteknar köfunaræfingar […]

Meira

Hvernig er best að undirbúa sig fyrir fyrsta tímann?

Sett inn 17 ágú 2013 undir Fróðleikur

Ágætt er að undirbúa barnið aðeins áður en það fer í sund. Þegar þið baðið barnið er ágætt að telja hátt og skýrt upp að þremur, (-einn-tveir-þrír-). Eftir það blásið þið eða skvettið smá vatni framan í vit barnsins og þá dregur barnið inn andann. Þegar barnið andar aftur frá sér látið þið nokkra vatnsdropa […]

Meira

Verða börn að fara í kaf?

Sett inn 17 ágú 2013 undir Fróðleikur

Þú átt aldrei að gera neitt sem þér líður ekki vel með. En barnið þarf fyrr eða seinna að fara í kaf því að hluti ungbarnasunds er að kenna börnunum að halda niðri í sér andanum í kafi sem er mikið öryggisatriðið þegar þau verða eldri. Ef þú ert smeik/smeikur við að setja barnið þitt […]

Meira