Ungbarnasund Erlu

Hverjir eru kostir, tilgangur og markmið ungbarnasunds?

Sett inn 17 ágú 2013 undir Fróðleikur

Ungbarnasund ErluvUngbarnasund er svo miklu meira en að fara í sund saman. Smám saman getur þú kennt barninu þínu hvað það á að gera ef það fer óvænt í kaf. Það er að halda niðri í sér andanum, sparka sér upp á yfirborðið, fara aftur þangað sem það ,,datt” út í, grípa í bakkann og klifra upp úr vatninu. Ungbarnasund veitir barninu einnig mikla örvun á mörgum sviðum.

Tilgangur og markmið með ungbarnasundi er að veita markvissa örvun og aðlögun barna á aldrinum 0 – 2 ára í vatni.

Markmið með ungbarnasundi er að gefa foreldrum möguleika á með markvissri vinnu:
*Að venja barn við vatn og köfun, auka sjálfstraust og virðingu barnsins í vatni.
*Að barnið finni fyrir öryggi og líði vel í sundi.
*Að venja barn við vatn sem hreyfiumhverfi.
*Að barnið fái útrás fyrir hreyfiþörf sína og örvi þar með hreyfiþroska og styrk.
*Að venja barn við ögrandi umhverfi sem hefur örvandi áhrif á sem flest skynfæri barnsins og hækkun “streituþröskuldar”.
*Að skapa umhverfi þar sem foreldrar og barn geti aukið og syrkt tengslamyndun hvert við annað.
*Að foreldrar hittist og kynnist öðrum foreldrum með áþekk áhugamál þ.e. uppeldi og velferð barna sinna.
*Að barn öðlist þekkingu, skilning og stjórnun á líkamanum í vatni.
*Að foreldrar haldi athygli sinni og yfirvegun þegar þau eru í sundi eða í námunda við annað vatnsumhverfi.