Börn fæðast með viðbrögð sem eru þeim ósjálfráð fyrstu mánuðina og jafnvel árin. Eitt hinna meðfæddu viðbragða er svo nefnt köfunarviðbragð. Þetta viðbragð sem er varnarviðbragð, lýsir sér meðal annars með því að þegar vatn kemur í snertingu við andlit og/eða öndunarfæri barns lokast þau (öndunarfærin). Köfun er því undirstöðuæfing á námskeiðinu. Við endurteknar köfunaræfingar þar sem börn halda niðri í sér andanum, verða ósjálfráð viðbrögð sjálfráð, þannig að eftir nokkurn tíma fara börnin að halda niðri í sér andanum um leið og þau sjá eða merkja það að köfun er að hefjast.
© 2013 Allur Réttur Áskilinn, Hannað & Hýst af Avista ehf.