Ungbarnasund Erlu

Hvernig er best að undirbúa sig fyrir fyrsta tímann?

Sett inn 17 ágú 2013 undir Fróðleikur

Ungbarnasund ErluÁgætt er að undirbúa barnið aðeins áður en það fer í sund. Þegar þið baðið barnið er ágætt að telja hátt og skýrt upp að þremur, (-einn-tveir-þrír-). Eftir það blásið þið eða skvettið smá vatni framan í vit barnsins og þá dregur barnið inn andann. Þegar barnið andar aftur frá sér látið þið nokkra vatnsdropa leka yfir andlit þess frá enni og niður. Ekki er þörf á að gera þetta oft í hvert sinn sem þið baðið barnið. Mjög notalegt er að fara með barninu í bað.

Önnur góð undirbúningsæfing er að leyfa barninu að vera á maganum í smá stund á hverjum degi til þess að styrkja bak og hrygg. Talað er um 10 mínútur á dag fyrir hvern mánuð. Þannig að 3 mánaða gamalt barn ætti að vera í samtals 30 mínútur á dag á maganum, 4 mánaða gamalt barn 40 mínútur o.s.frv.

Ekki ætti að setja barn í kaf áður en þið komið á námskeið.