Ungbarnasund Erlu

Gleðistundir- úthlutun fyrir árið 2013

Sett inn 06 jan 2014 undir Á forsíðu, Fréttir

2013.12.Ungbarnasund.Erla.II

Okkur er sönn ánægja að veita Vökudeild þriðju úthlutun úr styrktarsjóðinum Gleðistundum. Eins og undanfarin ár er styrkurinn 100.000kr og er ætlaður til að styðja við málefni sem tengjast ungum börnum.

Gleðistundir er styrktarsjóður Ungbarnasunds Erlu og Stundir.is. Hlutverk sjóðsins er að styðja við eða styrkja góð málefni sem tengjast börnum. Sjóðurinn var stofnaður í janúar 2011. Megin uppspretta þess fjármagns sem rennur í sjóðinn er frá iðkendum Ungbarnasunds Erlu því að 250 kr af hverju námskeiðisgjaldi fara í hann.

Árið 2011 fékk Downsfélagið á Íslandi 100.000 kr og var styrkurinn ætlaður börnum á aldrinum 0-6 ára.

Árið 2012 fengu tvö félög úthlutað úr sjóðnum. Duchenne samtökin 50.000 kr og félag sem er í fæðingu, Félag fyrir einhverf börn á Íslandi 50.000 kr.