Ungbarnasund Erlu

Hvað þarf barnið mitt að vera gamalt til að hefja ungbarnasund?

Sett inn 17 ágú 2013 undir Fróðleikur

Ungbarnasund ErluTil þess að byrja í ungbarnasundi þarf barnið að hafa náð 4 kg, vera orðið 8 vikna og nafli þess gróinn. Mörgum foreldrum finnst samt betra að byrja þegar barnið er 3-6 mánaða gamalt. Þá eiga börnin auðveldara með að venjast breytingum sem geta orðið á svefni og matarvenjum þegar mæta þarf á ákveðnum tíma. Eldri börn hafa líka meira úthald í vatninu og geta klárað allan sundtímann án þess að verða þreytt og pirruð. Foreldrar fá meiri viðbrögð frá barninu í gegnum leik og ,,skvett” og börnin eru meðvitaðri um umhverfið sitt. Til þess að venjast vatninu er gott að byrja snemma en það er aldrei of seint að byrja í ungbarnasundi. Betra er seint en aldrei!

Á Íslandi vilja flestir ungbarnasundkennarar að börnin séu orðin 3 mánaða. Barnið þarf að vera vel sofið og mett þegar sundtíminn byrjar og því þarf að skipuleggja sig vel. Þegar þið teljið ykkur vera tilbúin til þess að gera þetta allt er engin fyrirstaða að byrja.