Umsagnir

Námskeiðin hjá Erlu eru einfaldlega frábær, aðstaðan og kennslan til fyrirmyndar.
Erla er frábær kennari sem er með svo hlýja og góða nærveru. Lætur okkur nýbökuðu foreldrunum líða svo vel með litla barnið okkar í sundi. Dásamleg stund og alveg hreint yndislegt.
Yndislegt sundnámskeið. Notalegt og hlýtt rými, einstaklega krúttlegur æfingar og fann að ég treysti Erlu vel þegar kom að köfunar æfingum. Get mælt með þessu námskeiði og mun klárlega fara á framhaldsnámskeið.
Fagleg, fjölbreyttir tímar, vingjarnlegt viðmót og tekur á móti manni með breiðu brosi. Frábær í alla staði!
Erla is a wonderful teacher, she is so kind and sweet with the babys. I recomend her classes.
Ungbarnasund Erlu er frábær upplifun sem allir ættu að kynna sér og myndi ég hiklaust mæla með, bjartir og flottir tímar uppfullir af söng og hamingju í bland við sundkennslu!
Okkur fannst yndislegt að vera í ungbarnasundi hjá Erlu. Hún er blíð, einlæg og fagmaður fram í fingurgóma. Okkur fannst vel haldið utan um okkur og litla kallinn okkar. Það er einnig stór plús að það eru ekki of margir í einu á hverju námskeiði. Takk fyrir okkur :)
Yndislegt sundnámskeið, höfum farið á mörg hjá Erlu en prófað líka annað en þetta einhvern veginn best þrátt fyrir að vera lengst í burtu frá okkur :) Lang persónulegasta kennslan! Endalaust af dóti og gleði.
Frábært námskeið með svo yndislegum kennara, strákurinn okkar elskar sund eftir að hafa farið á byrjendanámskeið hjá Erlu
Ungbarnasund Erlu er uppáhalds tími vikunnar hjá okkur. Alltaf svo mikil gleði og fjör.
Erla er mjög brosmild og æðisleg kona, hún tók sér alltaf tíma til að hjálpa öllum. Við vorum svo ánægð með tímana hjá henni að við keyptum strax næsta námskeiðið fyrir dóttur okkar
Ungbarnasund Erlu er frábær vettvangur til að tengjast barninu sínu í leik og samveru. Erla veit svo sannarlega hvað hún er að gera og augljóslega gífurlega reynd í sínu fagi. Hún veitir persónulega kennslu og allir fá jöfn tækifæri. Hún nær vel til barnanna og börnin elska hlýja nærveru Erlu :)
Mjög skemmtilegt námskeið þar sem gleðin skein úr andlitum barnanna 🙂
Mæli heilshugar með námskeiði hjá Erlu. Myndi fara endalaust ef fæðingarorlof borgaði betur!
Erla er frábær kennari með skemmtilega og fjölbreytta tíma. Við mælum hiklaust með að kíkja til hennar með litlu krílin 😄
Sigurður Örn og Helena Ríkey
Erla er alveg yndisleg og frábær kennari, mæli hiklaust með henni, fór með miðju stelpuna mína á byrjendanámskeið og framhald 1 2019 og vorum að klára byrjendanámskeið núna og ætlum að halda áfram
Nærveran hennar Erlu er framúrskarandi ! Brosið hennar alveg birti upp daginn okkar og vinnubrögðin hennar skila sér svo sannarlega í góðri upplifun! dóttir okkar er alltaf yfir sig spennt að sjá Erlu og við foreldrarnir líka!
Við höfum farið á þrjú sundnámskeið með báðum dætrum okkar og við algjörlega elskuðum þau! Námskeiðin voru skemmtileg, og umgjörðin svo örugg og vel skipulögð. Stelpurnar okkar eru orðnir algjörar meistara sundkonur, en fyrst og fremst sköpuðum við svo yndislegar minningar saman sem fjölskylda. Mæli eindregið með!
© 2025 Allur Réttur Áskilinn