Gamli Nói, gamli Nói,
guðhræddur og vís,
mikilsháttar maður,
mörgum velviljaður.
Þótt hann drykki, þótt hann drykki,
þá samt bar hann prís.
Gamli Nói, gamli Nói,
keyrir kassabíl,
Hann kann ekki að stýra,
brýtur alla gíra.
Gamli Nói, Gamli Nói,
keyrir kassabíl.
Gamli Nói, gamli Nói,
keyrir brunabíl,
Hann kann ekki að sprauta,
gerir alla blauta.
Gamli Nói, Gamli Nói,
keyrir brunabíl.