Um námskeiðin

Nánari upplýsingar um námskeið hjá Ungbarnasundi Erlu

Hvert námskeið er 6 vikur (að undanskildu sumarnámskeiði sem er 3 vikur) með skipulagðri dagskrá í sundlauginni þar sem góða skapið, brosið og stöðugt hrós eru lykilatriði. Ungbarnasund byggir á nánu sambandi foreldra og barns og þetta er því ekki síður námskeið fyrir foreldrana en börnin. Kennt er einu sinni í viku, 40 mínútur í senn.

Byrjendanámskeið er fyrir börn 3 mánaða og eldri. Heppilegasti aldurinn til að byrja í ungbarnasundi er milli 3 og 6 mánaða en það er að sjálfsögðu aldrei of seint að byrja.

Framhaldsnámskeið 1 er fyrir börn 4-9 mánaða sem lokið hafa byrjendanámskeiði í ungbarnasund eða eldri byrjendur og Framhaldsnámskeið 2 er fyrir börn 8 mánaða-2,5 ára. Hægt er að koma aftur og aftur á framhald 2.

Sundlaugin

Námskeiðið fer fram í innilaug Suðurbæjarlaugar. (Hringbraut 77, Hafnarfirði). Hitastig laugarinnar er 34-36°C. Lofthiti er 25-30°C. Skiptiborð eru við innilaugina fyrir hvert barn.

Sundfatnaður

Börnin geta verið í hvernig sundfatnaði sem þið kjósið að nota, en aðalatriðið er að sundfötin séu þétt að lærum og mitti barnsins þannig að ekkert fari í laugina ef það skyldi verða ,,óhapp". Ef ykkur finnast sundfötin ekki vera nægilega þétt þá er hægt að hafa barnið í einnota sundbleyju undir sundfötunum. Önnur mjög ódýr og umhverfisvæn lausn er að klippa gamlar sokkabuxur í ,,hjólabuxur" og hafa barnið í þeim undir sundfötunum. Sumir hafa börnin bara í sundbleyju og það er líka allt í fína lagi. Bara það sem ykkur hentar best.

Áhorfendur

Allir eru velkomnir að koma og horfa á sundtíma af sundlaugarbakkanum, hvort sem það eru eldri systkini, ömmur og afar, frænkur og frændur eða aðrir en ekki er ætlast til þess að systkini yngri en 8 ára séu með ofan í lauginni á meðan á tímanum stendur. Hins vegar er frábært að nýta tækifærið og fá einhvern til þess að fara með eldri börnunum í útilaugina á meðan. Í aukatíma í lok námskeiðs (myndatökutíma) mega svo öll systkini mæta með í sund. Þá er hægt að koma í myndatöku og bæta upp tíma ef þið hafið misst úr vegna veikinda.

Almennt

Brýnt er að barnið sé vel sofið og mett þegar það kemur í ungbarnasundið. Þreytt og svangt barn unir sér ekki eins vel í vatninu. Reynið ávallt að gefa ykkur góðan tíma fyrir sundtímann. Stress við að komast til og frá sundstaðnum, hefur mikil áhrif á barnið. Þetta er tíminn þeirra með ykkur, foreldrum sínum og til að nýta hann sem best er nauðsynlegt að áætla ríflegan tíma svo barnið njóti þess. Við erum að sækjast eftir vellíðan, einbeitingu og rólegheitum hjá barninu og því er undirbúningur fyrir hvern sundtíma nauðsynlegur.

Verðskrá

Hér getur þú fundið námskeið sem hentar fjölskyldu þinni best.

Byrjendanámskeið

3-7 mánaða

6 vikna námskeið

Kennt 1 sinni í viku

15.990 kr.

Framhald 1

4-9 mánaða

6 vikna námskeið

Kennt 1 sinni í viku

15.990 kr.

Framhald 2

8 mánaða-2,5 ára

6 vikna námskeið

Kennt 1 sinni í viku

15.990 kr.

Næstu námskeið

Sumarnámskeið

8.-24.júlí 2025

Haustnámskeið

26.ágúst- 30.september 2025

Vetrarnámskeið 1

7.okt- 18.nóv

Upplýsingar

Það er ágætt að nýta tímann fram að námskeiðinu til að undirbúa barnið aðeins fyrir sundið og venja barnið aðeins við vatnið þegar það er í baði. Það getið þið gert með því að telja hátt og skýrt upp að þremur (1 2 3), þá er blásið létt framan í andlit/vit barnsins eða skvett nokkrum vatnsdropum á andlit þess. Við það dregur barnið andann og þá látið þið vatn leka framan í andlit barnsins frá enni og niður. Hægt er að nota þvottapoka eða svamp ef þið viljið. Einnig er alveg yndislegt að fara með barninu í bað.

Önnur góð æfing er að láta börnin vera á maganum af og til þegar þau eru að ,,leika sér" og oft er talað um 10 mín á dag fyrir hvern mánuð. Þ.e. 3 mánaða gamalt barn ætti að vera samtals 30 mínútur á dag á kvið til að styrkja hrygginn, bakið og hálsinn, 4 mánaða í 40 mín o.s.frv.


  • Skiptiborð eru við innilaugina sem gott er að nýta til þess að klæða börnin í og úr.

  • Þegar þið mætið í tíma veljið þið ykkur skiptiborð og gott að grípa einnig körfu til þess að geyma allt dótið og fötin í þannig að skiptiborðið sé autt að ofan fyrir þá sem koma í næsta hóp á eftir.

  • Ef tveir foreldrar eða forráðamenn koma með barninu er ágætt að annar fari beint inn í klefann að græja sig en hinn komi inn að laug og klæði barnið. Ef báðir ætla ofan í getið þið svo skiptst á.

  • Ef foreldri kemur eitt er best að taka barnið með sér inn í klefa í burðarstólnum og sturta sig/ klæða í sundföt og taka svo barnið með inn að innilaug og nýta skiptiborð til þess að klæða barnið.

  • Eftir tímann er sturta við innilaugina sem gott er að nýta til þess að skola af barninu.

  • Gefa má barninu að drekka í lauginni eða uppi á bakka hvenær sem er hvort sem það er brjóst eða peli.

  • Myndatökur eru leyfðar, pössum bara að deila ekki myndum af öðrum en okkar eigin fjölskyldu án leyfis.

  • Ruslafata er við inngang að innilaug, takið endilega með allt rusl af skiptiborðinu ykkar.


Í lok hvers námskeiðs hjá Ungbarnasundi Erlu er hægt að koma í myndatöku. Í boði eru þrenns konar myndir, köfunarmyndir, einstaklingsmyndir og fjölskyldumyndir (ekki í kafi). Myndatakan fer fram í sérstökum myndatökutíma sem er auglýstur á hverju námskeiði fyrir sig. Greitt er sérstaklega fyrir myndatökuna beint til ljósmyndara.

Eftir skráningu munu samskipti milli kennara og foreldra fara fram í gegnum smáforritið Abler. Þar merkið þið einnig við ykkur fyrir hvern tíma.

Stakir einkatímar og gjafabréf

Einnig er í boði að kaupa gjafabréf og staka einkatíma hjá Ungbarnasundi Erlu, á kr. 15.990, vinsamlegast hafið samband á [email protected] fyrir nánari upplýsingar.

Foreldrar og aðrir aðstandendur þurfa að borga sig ofan í laugina skv. Gjaldskrá Hafnafjarðarbæjar.

Hefur þú einhverjar spurningar?

© 2025 Allur Réttur Áskilinn