Sundfatnaður
Börnin geta verið í hvernig sundfatnaði sem þið kjósið að nota, en aðalatriðið er að sundfötin séu þétt að lærum og mitti barnsins þannig að ekkert fari í laugina ef það skyldi verða ,,óhapp". Ef ykkur finnast sundfötin ekki vera nægilega þétt þá er hægt að hafa barnið í einnota sundbleyju undir sundfötunum. Önnur mjög ódýr og umhverfisvæn lausn er að klippa gamlar sokkabuxur í ,,hjólabuxur" og hafa barnið í þeim undir sundfötunum. Sumir hafa börnin bara í sundbleyju og það er líka allt í fína lagi. Bara það sem ykkur hentar best.