Söngtextar

Öll börn í sundi fara hring eftir hring x3,
Öll börn í sundi fara hring eftir hring,
út um alla sundlaug.

Öll börn í sundi fara út og að x3,
Öll börn í sundi fara út og að
út um alla sundlaug.

Öll börn í sundi fara niður og upp x3,
Öll börn í sundi fara niður og upp,
út um alla sundlaug.

Bí, bí og blaka,
álftirnar kvaka.
Ég læt sem ég sofi,
en samt mun ég vaka.

Allir krakkar, allir krakkar
eru í skessuleik.
Má ég ekki mamma,
með í leikinn þramma?
Mig langar svo, mig langar svo
að lyfta mér á kreik.

Um landið bruna bifreiðar, bifreiðar, bifreiðar,
með þeim við skulum fá oss far og ferðast hér og þar.
Ba-bú, ba-bú, tr-la-la-la-la-la-la,ba-bú, ba-bú, tra-la-la-la-la!

Um loftin fljúga flugvélar, flugvélar, flugvélar,
með þeim við skulum fá oss far og ferðast hér og þar.
Ba-bú…

Um höfin sigla skúturnar, skúturnar, skúturnar,
með þeim við skulum fá oss far og ferðast hér og þar.
Ba-bú…

Hoppa sagði refurinn
og dansa sagði gæsin.
Svo hoppum við,
og dönsum við,
svo förum við í kaf

Litlu andarungarnir
:,: allir synda vel. :,
: :,: Höfuð hneigja í djúpið
og hreyfa lítil stél. :,:

Litlu andarungarnir
:,: ætla út á haf :,:
:,: Fyrst í fjarlægð skima
og fara svo í kaf.:,:

Börnin frísk og fjörug
:,:fara öll í hring:,: :,:Hönd í hendi smella
og hoppa svo í hring:,:

Dansi, dansi dúkkan mín.
Dæmalaust er stúlkan fín.
Voða fallegt hrokkið hár,
hettan rauð og kjóllinn blár.
Svo er hún með silkiskó,
sokka hvíta eins og snjó.
Heldurðu’ ekki að hún sé fín?
Dansi, dansi dúkkan mín.

Einn lítill,
tveir litlir,
þrír litlir fingur,
fjórir litlir,
fimm litlir,
sex litlir fingur,
sjö litlir,
átta litlir,
níu litlir fingur,
tíu litlir fingur á höndum.

Siggi var úti með ærnar í haga,
allar þær stukku suður í mó.
Smeykur um holtin var hann að vaga,
vissi’ hann að lágfóta dældirnar smó.
:,: Agg, gagg, gagg, sagði tófan á grjóti. :,:
Gráleitum augunum trúi ég hún gjóti.
Greyið hann Siggi, hann þorir ekki heim.

Göngum, göngum, göngum upp í gilið,
gljúfrabúann til að sjá.
Þar á klettasyllu svarti krummi
sínum börnum liggur hjá.

upp, upp á fjall,
upp á fjallsins brún.

Niður, niður, niður, niður,
alveg niður á tún.

Nú skulum við syngja um fiskana tvo.
sem ævi sína enduðu í netunum svo.
Þeir syntu og syntu og syntu um allt,
en mamma þeirra sagði: Vatnið er kalt!
Baba búbú baba bú. Baba búbú baba bú.
Þeir syntu og syntu og syntu út um allt
en mamma þeirra sagði: Vatnið er kalt!

Annar hét Gunnar og hinn hét Geir.
þeir voru pínulitlir, báðir tveir.
Þeir syntu og syntu og syntu um allt,
en mamma þeirra sagði: Vatnið er kalt!
Baba búbú baba bú. Baba búbú baba bú.
Þeir syntu og syntu og syntu út um allt
en mamma þeirra sagði: Vatnið er kalt!

Gamli Nói, gamli Nói,
guðhræddur og vís,
mikilsháttar maður,
mörgum velviljaður.
Þótt hann drykki, þótt hann drykki,
þá samt bar hann prís.

Gamli Nói, gamli Nói,
keyrir kassabíl,
Hann kann ekki að stýra,
brýtur alla gíra.
Gamli Nói, Gamli Nói,
keyrir kassabíl.

Gamli Nói, gamli Nói,
keyrir brunabíl,
Hann kann ekki að sprauta,
gerir alla blauta.
Gamli Nói, Gamli Nói,
keyrir brunabíl.

© 2025 Allur Réttur Áskilinn