Um Ungbarnasund Erlu

Komdu á námskeið hjá Erlu

Ungbarnasund Erlu er eitt af reynslumestu ungbarnasundnámskeiðunum á Íslandi, stofnað af Erlu Guðmundsdóttur í júlí 2006. Erla er íþróttafræðingur með M.Sc. í íþróttavísindum og þjálfun frá Háskólanum í Reykjavík, auk þess sem hún er þriggja barna móðir og hefur víðtæka reynslu í líkamsræktarkennslu og heilsumarkþjálfun.

Hún er félagi í Busla, félagi ungbarnasundkennara á Íslandi og var ritari félagsins frá 2005-2019 og hefur verið formaður félagsins síðan árið 2019. Auk þess að kenna ungbarnasund starfar Erla sem líkamsræktarkennari við Menntaskólann við Hamrahlíð og Heilsumarkþjálfi hjá HeilsuErla.is. Hún heldur úti vinsæla heilsuhlaðvarpinu Með lífið í lúkunum.

Eftirspurn eftir plássi í ungbarnasund hefur verið mikil allt frá upphafi og því miður hafa stundum færri komist að en hafa viljað. Hér á síðunni er hægt að sækja um pláss og ef það er orðið fullt í hópinn er alltaf hægt að skrá sig á biðlista.

Hefur þú einhverjar spurningar?

© 2025 Allur Réttur Áskilinn